PARKA FRÉTTIR

Ný útgáfa af Parka appinu

by | Mar 16, 2022

Gleði. Við fögnum því að nýrri útgáfu af Parka appinu hefur verið hleypt af stokkunum. Notendur fá tilkynningu næst þegar þeir ætla að leggja. Sumir eru þegar farnir að uppfæra og flestir sáttir enda veruleg þægindi að sitja í bílnum og ganga frá stöðumælagreiðslu og að auki hagræðing að greiða aðeins fyrir þann tíma sem bifreiðin er í stæði. Sú nýbreytni var tekin upp að Parka notendur velja greiðsluleið vegna notkunar á appinu annaðhvort 86 kr. í færslugjald eða 490 kr. sem mánaðarlegt áskriftargjald. Í appinu má finna greiðsluleiðina undir stillingar og á Parka.is er verðskráin aðgengileg. Nú getum við þjónustað notendur betur varðandi endurgreiðslur þegar það á við en áður runnu allar greiðslur beint til bílastæðasjóðs. Með íslenska Parka appinu er hægt að greiða fyrir gjaldskyld stæði í Reykjavík, á Akureyri og á öllum helstu ferðamannstöðum. Eitt app og alltaf stæði.