Við Sólheimasand er hið fræga flugvélaflak sem ferðamenn fara gjarnan að skoða. Við Sólheimajökul er hægt að fara í ýmsar ferðir eins og göngur og kayakasiglingar. Landeigendur hafa nú ákveðið að hefja gjaldheimtu við bílastæðin og nota til þess þjónustu Parka.
Hér er greitt þjónustugjald fyrir notkun á bifreiðastæðum samkvæmt gjaldskrá landeiganda og miðast svæðisgjaldið við komu og viðveru ökutækja sem byggir á greiningu bílnúmers. Gjaldið gildir út daginn og hefst á miðnætti hvern dag fyrir hverja heimsókn. Hægt er að greiða fyrir allt að þriggja daga dvöl í hverri greiðslu. Ef greiða á fyrir fleiri daga þarf að framkvæma greiðslu aftur.