PARKA FRÉTTIR

Sjálfvirk innheimta í Hafnartorgi

by | Mar 30, 2019

Um þessar mundir fara fram umfangsmestu framkvæmdir sem gerðar hafa verið í miðborginni við hafnarsvæðið í Reykjavík. Svæðið er þekkt sem „Hafnartorg“ eða „Harbour Square“ og tengir verkefnið gamla miðbæinn við menningarbygginguna Hörpu og dregur þar með úr skiptingunni á milli hins gamla og nýja. Þar að auki mun verkefnið, sem samanstendur af sjö ólíkum byggingum, skapa almannarými sem ýtir undir hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum.

Nánar á vef ÞG verk

Smart Access kerfi Computer Vision hefur nú verið sett upp í nýjum bílakjallara undir Hafnartorgi og gjaldtaka hafin með sjálfvirku eftirlitskerfi sem byggir á myndgreiningu. Gestir geta í dag greitt í greiðsluvélum í kjallaranum, á vefsíðu okkar myparking.is eða með MyParking snjallforritinu.

Nánar um Smart Access.