PARKA FRÉTTIR

Tilraunaverkefni með Bílastæðasjóði Reykjavíkur

by | Jan 24, 2018

Bílastæðasjóður Reykjavíkur og Computer Vision ehf. hafa hafið tilraunaverkefni til greiningar á umferð borgarinnar og möguleikum á sjálfvirkri innheimtu bílastæðagjalda. Greiningin mun ganga útá að kanna hvernig myndavélar geti nýst við stýringu á flæði og við innheimtu bílastæðagjalda m.a. í bílastæðahúsum.  Einnig verður kannað hvernig hugbúnaður og vélbúnaður nýtist við margskonar aðstæður eins og eftir legu gatna og bílastæða sem og veðurfari og birtuskilyrðum.