PARKA FRÉTTIR

Innheimta þjónustugjalda í Skaftafelli

by | Aug 11, 2017

Sett hef­ur verið upp ra­f­rænt og sjálf­virkt eft­ir­lits- og inn­heimtu­kerfi við bílastæði þjónustumiðstöðvar Vatna­jök­ulsþjóðgarðs í Skaftafelli.  Sjálfvirk innheimta Computer Vision ehf. byggir á myParking kerfi félagsins sem notast við rafræna tækni sem greinir bílnúmer með myndavélum og hugbúnaði sem komið hefur verið upp við Skaftafell. Eigandi ökutækis ber ábyrgð á að þjónustugjöld eru greidd samkvæmt gjaldskrá þjóðgarðsins. Greiði viðkomandi ekki innan ákveðins tímaramma í greiðsluvél í þjónustumiðstöð, heimasíðu eða síma appi stofnast krafa á eiganda ökutækis í heimabanka viðkomandi.