PARKA FRÉTTIR

Greining umferðar um Vaðlaheiðagöng

by | Mar 24, 2017

Vaðlaheiðargöng hf. og Computer Vision ehf. hafa samið um greiningu umferðar ökutækja í báðar áttir á þjóðveginum á Svalbarðsströnd í eitt ár til undirbúnings því að aðstandendur ganganna setji upp gjaldskrá.

Settar verða upp myndavélar tengdar hugbúnaði og ökutækjaskrá til að lesa skráningarnúmer bíla sem fram hjá er ekið og fá þannig upplýsingar um heildarfjölda ökutækja á tilteknu tímabili, sundurliðun tegunda ökutækja eftir þyngd, sundurliðun á búsetu eigenda eftir póstnúmerum, fjölda bílaleigubíla og hvaða ökutæki tilheyra fyrirtækjum og hver eru í einkaeigu.