parking validation

Bjóddu í stæði

Greiddu bílastæðagjöld fyrir viðskiptavini og gesti með einföldum hætti með Parka. Hvort sem það eru gestir að koma á fund, viðskiptavinir að versla af þér þjónustu eða hótelgestir sem stoppa í lengri eða skemmri tíma.

Þegar Parka notendur skrá sig í stæði fá þeir upp lista yfir verslanir og veitingastaði sem bjóðast til að greiða fyrir þá í stæði.

Einnig geta notendur opnað myndavél og skannað QR kóða á stöðum sem ekki vilja birtast í lista í appinu út á við, t.d. í fundarherbergjum fyrirtækja, afgreiðslum verslana, hótela o.s.frv.

Samþykki greiðslubeiðna

Að viðskiptum loknum getur viðskiptavinurinn sem þá hefur lagt með Parka óskað eftir að fyrirtækið greiði bílastæðagjaldið fyrir sig. Starfsmaður fær þá beiðni sem birtist í hans viðmóti í 120 sekúndur og getur samþyktt beiðnina eða hafnað eftir aðstæðum. 

Starfsmaðurinn getur séð beiðnir og gefið heimildina með einföldum hætti:

    • Í Parka appinu, innskráður sem starfsmaður.
    • Í vefviðmóti Parka, innskráður sem starfsmaður.
    • Í völdum kassakerfum söluaðila.

Við skráningu úr stæði

Þegar Parka notandinn skráir sig úr stæði þá sér hann samantekt á hvernig greiðslu var háttað. Hversu mikið fyrirtækið borgaði fyrir hann og hvað, ef eitthvað, hann greiddi sjálfur.

Fyrir gesti sem þú býður á fund

Þegar þú sendir út fundarboð getur þú með einföldum hætti sent með boð um greiðslu á bílastæðagjöldum í gjaldskyldum svæðum í nágrenni þínu. Hvort sem það eru bílahús eða stæði á vegum Bílastæðasjóðs Reykjavíkur.

BYRJAÐU NÚNA

Stofnaðu aðgang og byrjaðu að bjóða í stæði