PARKA + DRIVERS

Fyrir alla leigubílstjóra

Ef þú ert löggildur leigubílsstjóri með hreint sakarvottorð getur þú átt möguleika á að stjórna þínum ferðum betur, fengið fyrirfram bókaðar ferðir og aukið tekjur með Parka Taxi. 

Yfir 61 þúsund notendur

Parka appið er mjög vinsælt meðal íslendinga og ferðamanna til að greiða fyrir bílastæði, hvort sem það er í höfuðborginni eða á fjölförnum ferðamannastöðum (Skaftafell, Geldingardalir, Sólheimasandur, Reykjanesviti o.fl.). Í sumar bættist einnig við möguleikinn á að bóka og greiða fyrir tjaldsvæði með Parka. Nú viljum við færa notendum Parka möguleikann á að bóka næsta lausa leigubíl með einföldum hætti.

 

  • +60 þúsund Parka notendur

  • +200 fyrirtæki í þjónustu

  • Þúsundir ferðamanna á viku

Framtíðin er í höndum bílstjóranna

Með breyttum tímum og nýrri tækni er mjög mikilvægt fyrir leigubílastéttina að fylgja með og missa ekki af lestinni. Á næstu árum munu ýmsar breytingar eiga sér stað bæði lagalega og tænilega sem mun hafa mikil áhrif á leigubílamarkaðinn eins og hann er í dag. Með tilkomu Parka Taxi viljum við færa bílstjórana nær farþegum hvort sem það eru íslendingar eða erlendir ferðamenn. Einnig viljum við bjóða íslenskum fyrirtækjum upp á einfalda lausn til að koma sínu starfsfólki á milli staða með leigubíl en þar sem nú þegar eru yfir 200 fyrirtæki í þjónustu hjá Parka og með beinu aðgengi að bílstjórum í gegnum snjalllforritið getum við boðið bíljstórum upp á fjölda ferða á tímum sem oft eru hvað rólegastir.

 

Íslenskt hugvit fyrir íslenskar aðstæður

Parka appið er 100% íslenskt og er unnið í samstarfi við þá aðila sem það þjónustar. Síðustu vikur höfum við verið í sambandi við leigubílsstjóra með það að markmiði að gera sníða það að þeirra þörfum. Þar sem mikilvægt er að leigubílastéttin vinni saman til að byggja upp sterkt íslenskt kerfi (app) og í krafti fjöldans standi saman í samkeppni við erlend risafyrirtækjum sem gætu komið með sína þjónustu hingað til lands.

 

Lægra þjónustugjald en þekkist annarsstaðar

Parka Taxi í samvinnu við bílstjóra er að vinna að uppleggi hvað varðar þjónustugjald vegna notkunar á Parka Taxi. Þjónustugjaldið verður kynnt fyrir bílstjórum á næstu vikum þegar kerfið er komið af stað og væri gaman að taka þá umræðu með bílstjórum áfram. Með lægri rekstrarkostnaði vegna nýtingu tækninnar í móttöku bókana og í uppgjörum erum við fullviss um að geta boðið bílstjórum frábæra þjónustu á sanngjörnu verði. 

 

Úrskurður samkeppniseftirlitsins vegna  Hreyfils

Leigubílastöðvum er óheimilt að banna bílstjórum að sækja sér ferðir fyrir utan þeirra sem koma frá stöðinni sjálfri. Þetta kemur skýrt fram í úrskurði Samkeppniseftirlits vegna athugasemda frá Drivers þar sem bílstjórum var bannað að nýta sér appið til að ná í fleiri ferðir á rólegum tíma.  

Leigubílstjórar eiga að fá að stjórna sínum ferðum eins og þeim hentar og með Parka Taxi geta þeir stjórnað sínum ferðum enn betur ásamt því að halda áfram að taka þær ferðir sem koma í gegnum stöðina. 

Hægt er að nálgast úrskurðinn hér fyrir neðan.  

Skráðu þig núna og taktu þátt í framtíðinni með okkur!

Parka og Drivers sameinast

Parka app ehf. hefur keypt allt hlutafé í félaginu Drivers ehf. sem hélt úti samnefndu leigubílaappi. Með þessari sameiningu getur Parka boðið íslenskum leigubílsstjórum upp á meiri möguleika þegar kemur að því að fjölga ferðum á rólegri tímum ásamt því að bjóða upp á fleiri spennandi og lengri ferðir með túrista.