PARKA FRÉTTIR

Álag á ferðamannastaði og viðbrögð

by | Apr 11, 2018

Nýlegar skýrslur sýna að ferðamannastraumur til landsins dreifist í auknari mæli jafnar yfir árið. Ferðamannastaðir hafa mismunandi þolmörk, þar má helst nefna álag á viðkvæman gróður og innviði ásamt þolmörkum sem snúa að upplifun ferðamanns, þá helst vegna fjölda gesta á sama tíma. Í nýrri skýrslu Ferðamálaráðherra kemur fram að á sumum stöðum finnst ferðamönnum fjöldi samtímagesta mikill. Þá hefur Umhverfisstofnun þurft að loka svæðum undanfarið vegna átroðnings ferðamanna á náttúruna. Það er mikilvægt að bregðast við og finna lausnir sem hjálpa okkur að stýra aðgengi og tryggja að skemmdir verið ekki á náttúrunni og að upplifun ferðamanna verði ekki skert.

Í samanburði við önnur lönd þá er ljóst að Ísland á mikið inni til að standa sig jafn vel og aðrir í verndun þjóðgarða og viðkvæmra landsvæða. Bandaríkin standa sig sérstaklega vel og sem dæmi má nefna Yosemite og Grand Canyon þjóðgarðana þar sem notast er við fjöldatakmarkanir og gjaldtöku. Þannig er hugsað um verndun náttúru og upplifun ferðamanna með aðgangsstýringu vegna þolmarka og eftirlit. Við hjá Computer Vision sjáum gríðarleg tækifæri í því að nýta upplýsingatækni nútímans til fulls og höfum nú þegar byrjað að vinna með Vatnajökulsþjóðgarði og fleirum að lausnum sem nú þegar hafa sannað sig þegar kemur að sjálfvirkni í gjaldtöku, eftirliti og öryggismálum og má nýta til aðgangstýringar á sama tíma.

Upplifun ferðamanna í tölum

Upplifunarsvæði ferðamanna er mismunandi eftir því hvort metnir eru fjöldi á landssvæði, göngustíg eða baðlóni. Með Smart Access kerfinu frá Computer Vision má áætla í rauntíma álag á innviði / upplifunarsvæði ferðamannastaða hverju sinni. Meðfylgjandi hitakort sýnir þannig áætlaðan ferðamannafjölda á hverja 100 metra af fjölförnustu göngustígum Skaftafells.

Samkvæmt rannsókn frá árinu 2000 þá eru 87% gesta sem fara í göngu um helstu stíga sem eru 6.650m. Í útreikningum er gert ráð fyrir 60% sætanýtingu bifreiða og við sýnum hér Páskavikuna 29. mars – 7. apríl 2018.

Hitakort af nýtingu göngustíga um Páska 2018.
Tölurnar sýna fjölda ferðamanna pr 100m á göngustígum.

Með hliðsjón af hitakorti sem þessu er hægt með Smart Access kerfinu að stýra aðgengi inn á svæði í rauntíma þannig að upplifun ferðamanna verði sem best og innviðir geti tekið við þeim hámarks fjölda sem mælt er með að geti verið á svæðinu hverju sinni.

Aðgengisstýring getur m.a. verið framkvæmd með mismunandi verðlagningu inn á svæðið eftir tíma dagsins, með forbókunum inn á svæðið byggð á bílnúmerum eða takmarkað aðgengi þegar þolmörkum er náð hverju sinni. Þannig geti hópbifreið eða fólksbíll verið bókaður með góðum fyrirvara inn á svæði og notið bestu kjara en ef ekki bókaður þá greitt hærra verð við komu, sbr. sem ÍSAVIA er að framkvæma við bílastæði við flugstöð í KEF í dag eða að viðkomandi komist ekki inn á svæðið eða bíði þar til um hægist.