AÐGANGSSTÝRINGAR

Snjallstæði Parka

Viltu stýra álagi og umferð með gjaldskyldu?
Taka sjálfkrafa gjald af gestum með lestri á bílnúmerum?
Eða viltu takmarka aðgengi að svæðum með hliðum?

Hver sem þörfin er, þá er Parka með snjalla lausn fyrir þig og þín stæði! Hvort sem það er til að takmarka aðgengi að svæðum með hliðum, nýta sjálfvirkan númeraplötulestur í aðgangsstýringar og innheimtu eða til að stýra aðgengi og umferð með gjaldskyldu þá er Parka með lausnina.

Eiginleikar snjallstæða

Verkfærakista Parka er stór og mikil.
Við aðstoðum þig við að velja þá þjónustu sem hentar best þínu bílastæði eða svæði. 

 

Eftirlit

Eftirlit getur verið með bílastæðavarða appi eða myndavélum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Eftirlit má nýta til greiningar á notkun stæða en einnig til kröfugerðar vegna óheimilar viðveru á svæðum.

GreiðslA

Einfaldast er að taka við greiðslum í Parka appinu, en einnig er hægt að setja upp greiðsluvélar bæði innandyra og utandyra.

Innheimta OG ÞJÓNUSTA

Innheimtu- og þjónustuborð Parka getur séð um alla innheimtu gjalda vegna notkunar á bílastæðum, hvort sem það er útgáfa krafna vegna ógreiddrar viðveru, áskriftarþjónusta eða aðrar þjónusta við endanotendur.

Dæmi um notkun á lausnum Parka

Borgartún 21

 • Greiðslur með appi og greiðsluvél
 • Álagsstýring með verðskrá
 • Eftirlit í bílastæðavarða-appi
 • Innheimta og löginnheimta

Fyrirtæki og stofnanir við Borgartún 21 áttu í vandræðum með álagsstýringu. Starfsmenn í Borgartúni lögðu gjarnan fyrir framan húsið allan daginn og var orðið erfitt fyrir gesti að fá bílastæði. Með breytilegri verðskrá er hægt að draga úr lengri viðveru.

Bílahús Kirkjusandi

 • Greiðslur með appi og greiðsluvél
 • Hvítlistuð bílnúmer
 • Myndavélaeftirlit
 • Innheimta og löginnheimta

Húsfélag við Kirkjusand þurfti lausn til að stjórna aðgengi að bílakjallara. Hver íbúi leigir bílastæði með mánaðargjaldi og fær bílnúmerið sitt hvítlistað. Þeir geta einnig hvítlistað númer gesta sinna tímabundið. Aðrir gestir greiða fyrir viðeru í appi eða greiðsluvél.

TjaldsvæðiÐ Hafnarfirði

 • Tengt við bókunarvél tjaldsvæðis
 • Hlið og myndavél með greiningarbúnaði
 • Bílnúmer skráð í bókanir á tjaldsvæði hvítlistuð

Tjaldsvæðið í Hafnarfirði þurfti að takmarka umferð bíla um tjaldsvæðis við eingöngu þá bíla sem áttu bókaða gistingu og halda öðrum á bílaplani utan tjaldsvæðisins. Með tengingu við Parka Camping bókunarvél var hægt að leysa þetta vandamál.

Borgartún 21 – Skammtímastæði

Borgartún 21 – Skammtímastæði

Snjallstæði Parka - Þvílíkt snjallræði! Með Snjallstæðum Parka er komin fram sveigjanleg lausn fyrir bílastæðaeigendur sem geta þannig stýrt mun betur álagi og aðgengi. Gott dæmi um nýtingu á breytilegri verðskrá er á gjaldskyldum stæðum við Borgartún 21. Verðskráin...

read more
COVID-19 og þjóðgarðarnir

COVID-19 og þjóðgarðarnir

Með Smart Access búnaði Computer Vision sem nýttur er til gjaldtöku við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og innan Vatnajökulsþjóðgarðs má sjá hve skarpt brotthvarf erlendra ferðamanna hefur verið eftir að COVID 19 ástand hófst. Þá má einnig sjá að Íslendingar eru að taka sér...

read more
Álag á ferðamannastaði og viðbrögð

Álag á ferðamannastaði og viðbrögð

Nýlegar skýrslur sýna að ferðamannastraumur til landsins dreifist í auknari mæli jafnar yfir árið. Ferðamannastaðir hafa mismunandi þolmörk, þar má helst nefna álag á viðkvæman gróður og innviði ásamt þolmörkum sem snúa að upplifun ferðamanns, þá helst vegna fjölda...

read more

hafðu samband

Heyrðu í okkur og við finnum lausnina sem hentar þínu svæði