rekstraraðilar tjaldsvæða

Parka Camping

Bókunarvél sérhönnuð fyrir íslensk tjaldsvæði

Opið fyrir skráningar í Parka Camping

Bæði gestir og starfsmenn geta notað kerfið til að greiða fyrir tjaldstæði þegar komið er á staðinn

Gestir geta bókað tjaldsvæði fram í tímann – rétt eins og þeir væru að bóka hótel

Hægt að selja fleiri vörur samhliða bókun svo sem ferðir eða veiðileyfi

Einfalt yfirlit yfir alla gesti og þjóðerni þeirra

Einfalt yfirlit yfir allar bókanir og nýtingu á svæðinu

Hægt að senda bókanir beint í bókhaldskerfi

Hægt að senda gistináttaskýrslur með einföldum hætti til Hagstofu

Aukin þægindi fyrir gesti

Hvað gerir bókunarvélin fyrir þig?

Hagræðing

Allar færslur í sama kerfi og gesturinn skráir sig sjálfur inn.

Lesa meira

Parka bókunarkerfið heldur utan um allar bókanir, bæði þær sem eru gerðar á netinu og þegar rekstraraðilar taka sjálfir bókanir á staðnum. Kerfið heldur utan um persónuupplýsingar á öruggan hátt.

Skýrslur til Hagstofu

Það getur verið tímafrekt að senda inn gistináttaskýrslur til Hagstofu. Parka kerfið sér um það fyrir þig. 

Lesa meira

Öllum sem reka tjaldsvæði ber skylda til að senda gistináttaskýrslur til Hagstofunnar. Parka kerfið heldur utan um allar skráningar og sendir þessar skýrslur á einfaldan hátt beint til Hagstofu. 

Tenging við viðskiptavini

Allir gestir fá tölvupóst með staðfestingu á pöntuninni sinni. Í þennan póst er hægt að bæta við gagnlegum upplýsingum um svæðið eða annað sem þú vilt koma á framfæri. 

Lesa meira

Eru gestir mikið að spurja sömu spurninganna? Til dæmis hvar gönguleiðrnar séu, hvað er lykilorð á WiFi eða hvert sé best að fara að borða? Þú getur sett allar þessar upplýsingar í tölvupóst sem allir gestir fá að lokinni bókun. 

Sjálfvirk tenging við hlið

Hægt er að tengja skráð bílnúmer við rafmagnshlið sem greina bílnúmeraplötur. Þannig fá bara þeir aðgang sem hafa bókað tjaldstæði.

Lesa meira

Með tengingu við rafmagnshlið er hægt opna sjálfkrafa fyrir öll bílnúmer sem eru með virka bókun á tjaldstæði auk þeirra sem rekstraraðilar hafa valið að veita aðgang. 

Forbókanir

Með því að forbóka tjaldstæði geta gestir tryggt sér pláss á svæðinu. Aðrir gestir geta bókað á staðnum ef þeir kjósa það.

Lesa meira

Fyrir gesti er fátt verra en að vera búin að keyra í marga klukkutíma með grenajandi krakka í bílnum og koma svo að fullu tjaldsvæði og þurfa að hörfa frá. Með því að forbóka geta gestir tryggt sér pláss. Rekstraraðilar fá líka tekjurnar inn strax

Sala á tengdum vörum

Ertu með veiðileyfi, fjallaferðir eða morgunmat? Þú getur forselt þær vörur með Parka á sama tíma og fólk bókar tjaldstæði. 

Lesa meira

Með Parka getur þú aukið sölu samhliða bókunum. Hægt er að tengja aðrar vörur eins og veiðileyfi eða skipulagðar ferðir við skráninguna. Einnig býður það upp á tækifæri til að fara í samstarf við önnur fyrirtæki á svæðinu. Hvernig væri til dæmis að fara í samstarf við bakarí eða veitingastað og bjóða gestum að kaupa morgunmat í tjaldið?

Bókunarhnappur á eigin vefsíðu

Hægt er að tengja hnapp í bókunarvélina við vefsíðu tjalsvæðisins. 

Lesa meira

Ertu með eigin heimasíðu? Þú getur bætt við hnappi sem leiðir fólk á bókunarsíðuna. 

Vetraropnun

Hefur þitt svæði verið lokað á veturna? Með sjálfvirkri bókun getur þú auglýst vetraropnun með lágmarksþjónustu. 

Lesa meira

Hjá sumum tjaldsvæðum er hægt að hafa opið á veturna. Yfirleitt er ásóknin ekki svo mikil að hægt sé að hafa starfsmann á svæðinu. Með því að fá gesti til að skrá sig inn sjálfir er hægt að hafa svæðið opið en auglýsa að lágmarksþjónusta sé yfir vetrartímann. Rekstraraðilar geta valið að fá tölvupóst við hverja bókun og geta því stokkið á staðinn og gert ráðstafanir ef þurfa þykir. 

Umsagnir gesta

ELSKA að getað pantað hjá Parka og hafa öruggt stæði sem býður mín þegar komið er á tjaldstæðið. Fullkomið fyrirkomulag 👌 vona að fleiri taki upp bókunarkerfi Parka og merki þá fyrirfram bókuð stæði jafn vel og Hrafnagil gerir 🙌 mun bókað nota aftur Parka og kíkja aftur í Hrafnagil ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Gestur í Hrafnagili

Það þurfa fleiri tjaldstæði að vera með númeruð stæði svo við sem erum á húsbílum getum farið úr stæðinu og komið aftur án þess að missa plássið.þetta er besta stæðið sem ég kom á í sumar.

Gestur í Hafnarfirði

Öll tjaldsvæði ættu að vera á Parka, losar óþarfa stress og áhyggjur að geta bókað stæði og rafmagn fyrirfram.

Gestur í Hveragerði

STOFNA AÐGANG

Skráðu þig án skuldbindingar!