Parka Camping

Bókunarvél sérhönnuð fyrir íslensk tjaldsvæði

Skráðu þig án skuldbindingar

Hvers vegna?

Parka Camping bókunarvélin einfaldar allt utanumhald í rekstrinum og gerir kleift að veita gestum ennþá betri þjónustu.

Hvernig er tjaldsvæði skráð?

Smellt er  á “Stofna aðgang” takkann til að stofna nýtt svæði. Skráningarsíðan er fyllt út, en engar áhyggjur þótt eitthvað sé skilið eftir, svæðið fer ekki í birtingu fyrr en Parka hefur haft samband.

Hvað svo?

Nú þarf að pæla í skiltum og merkingum fyrir tjaldsvæðið. Það er sniðugt að hafa stórt og gott upplýsingaskilti með leiðbeiningum um bókanir við aðkomu að svæðinu, minni skilti við hvert hólf eða tún og lítil sem merkja númer hvers stæðis.

Uppgjör

Með greiðslugátt Parka Camping er opnað fyrir netgreiðslur samdægurs. Hægt er að velja um vikulegt eða mánaðarlegt uppgjör.

Bókanir gesta?

Bæði gestir og tjaldverðir geta notað kerfið til að forbóka eða til að bóka á staðnum. Ferðaskrifstofur geta líka notað kerfið til að bóka fyrir stærri hópa. Sé óskað eftir því getur Parka sent gistináttaskýrslur til Hagstofu.

Viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar um alla þjónustuþætti Parka Camping með því að senda okkur póst á

Umsagnir gesta

"Lengdum ekki aðeins sumarið heldur gátum tekið við gestum yfir allan veturinn án þess að manna tjaldsvæðið allan tímann."

Ebbi, Blönduósi

Það þurfa fleiri tjaldstæði að vera með númeruð stæði svo við sem erum á húsbílum getum farið úr stæðinu og komið aftur án þess að missa plássið.þetta er besta stæðið sem ég kom á í sumar.

Gestur í Hafnarfirði

Öll tjaldsvæði ættu að vera á Parka, losar óþarfa stress og áhyggjur að geta bókað stæði og rafmagn fyrirfram.

Gestur í Hveragerði

Skráðu þig án skuldbindingar