Parka

Bílastæðagjöld

Með fyrirtækjaþjónustu Parka einföldum við allt utanumhald þegar þitt starfsfólk þarf að leggja í gjaldskyld bílastæði. Notandinn getur skráð viðveru í stæðum á ákveðin verkefni en einnig er hægt að nýta sjálfvirkan lestur í verk- & bókhaldskerfi.

Stofna aðgang

Stofnaðu aðgang fyrir þitt fyrirtæki og sendu boð á þitt starfsfólk.

Við höfum lausnina fyrir þig

Umsjón með notkun starfmanna

Hægt er að senda starfsfólki sinn aðgang og gefa þeim heimild til að greiða í stæði með aðgangi fyrirtækisins. Upplýsingar um uppsafnaða notkun hvers starfsmanns er hægt að skoða en einnig er hægt að takmarka aðgang hvers og eins, t.d. eftir hvaða tíma dags hann má leggja.

Skráning og umsjón ökutækja

Kerfið býður uppá að skrá öll bílnúmer ökutækja sem leyfilegt er að leggja í gjaldskyld stæði og takmarka heimildir starfsfólks við þau ökutæki. Einnig er hægt að sleppa því að skrá inn einstaka ökutæki og skrá aðeins inn notendur sem hafa heimild til að greiða í stæði með hvaða bílnúmer sem er, t.d. eigin bíl.

Skráning á verkefni

Fyrirtæki geta stofnað verkefni í kerfinu sem starfmenn geta síðan valið um þegar þeir leggja í stæði. Hægt er að taka saman skýrslur og aðgreina notkun niður á verkefni og færa þannig kostnað beint á hvert verkefni fyrir sig í verk- & bókhaldskerfi.

Skýrslur og yfirlit

Fyrirtæki geta séð yfirlit yfir alla notkun og greiðslur, síað niður á ökutæki, starfsfólk og verkefni sem viðverurnar eru hengdar við. Hægt er að sækja notkun í gegnum vefviðmót, fengið skýrslur sendar sjálfvirkt eða sótt í gegnum API tengingar og lesið þannig sjálfvirkt inn í önnur kerfi fyrirtækisins.

API

Með API þjónustu Parka má tengja kerfið við önnur kerfi fyrirtækisins, s.s. verkbókhaldi, bókhaldskerfi og starfsmannakerfi og þannig sækja upplýsingar um notkun, stofna verkefni sem starfsmenn hengja viðverur á eða sækja notkun út frá verkefnum, notendum og tímabilum.

Áskriftargjald

Í lok hvers mánaðar er reikningur sendur með uppsöfnuðum bílastæðagjöldum ásamt áskriftargjaldi sem byggir á fjölda starfsfólks.

Grunngjald er 2.450 kr. á mánuði fyrir allt að 5 notendur (starfsfólk). Eftir það er hver notandi 490 kr. á mánuði. Stórnotendur geta haft samband vegna betri kjara. Öll verð eru án vsk. 

BYRJAÐU STRAX

Stofnaðu aðgang að fyrirtækjaþjónustu Parka núna!