PARKA FRÉTTIR

Greining umferðar um Þingvallaþjóðgarð

by | Nov 10, 2017

Þingvallaþjóðgarður og Computer Vision hafa gert með sér samning um greiningu umferðar um bílastæði Þjóðgarðarins og undirbúning sjálfvirkrar rafrænnar gjaldtöku á svæðinu.  Computer Vision mun setja upp myndavélar til að greina umferðina uppi á Hakinu svokallaða. Markmiðið er að sjá flæði umferðar á milli mánaða, vikna, daga og klukkustunda. Computer Vision mun einnig hanna mögulega aðgangsstýringu í samvinnu við Þingvallaþjóðgarð.